Tveir staðnir að utanvegaakstri

Í dag barst lögreglunni í Vík í Mýrdal tilkynning um utanvegakstur á Dyrhólaey. Um var að ræða erlenda ökumenn tveggja bifreiða, sem höfðu ekið rúmlega 100 metra utan vega í gróðurlendi á Háey, skammt frá Dyrhólavita.

Ökumennirnir fengu viðeigandi afgreiðslu fyrir brot gegn banni við akstri utan vega og greiddu samtals á þriðja hundrað þúsund í sekt.

Fyrri greinTvö mörk snemma leiks dugðu ekki til
Næsta greinFH knúði fram oddaleik á Selfossi