Tveir smitaðir léku lausum hala

Á leið í skimun í bílakjallara Kjarnans á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi hafði tvö mál til meðferðar í síðustu viku vegna aðila sem áttu að sæta einangrun vegna kórónuveirusmits en eru grunaðir um að hafa ekki virt þá skyldu sína.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að málin hafi nú verið afgreidd yfir til ákærusviðs til ákvörðunar um framhald þeirra.

Fyrri greinTvö störf presta auglýst
Næsta greinJón Daði tryggði Íslandi jafntefli