Tveir slasaðir eftir líkamsárás

Rétt fyrir klukkan 3 aðfaranótt sunnudags barst lögreglu tilkynning um tvo menn sem væru slasaðir eftir líkamsárás við verslunina Samkaup á Flúðum.

Tönn brotnaði í öðrum manninum en hinn talinn nefbrotinn. Lögregla biður þá sem veitt geta upplýsingar um líkamsárásina að hafa samband í síma 480 1010.

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Selfossi um liðna helgi og í mörg horn að líta einkum og sér í lagi aðfaranótt sunnudags. Nokkrar tilkynningar bárust um skemmdarverk, innbrot og heimilisófrið á Selfossi og víðar. Var meðal annars brotist inn í félagsheimili hestamanna, Hlíðskjálf, á Selfossi og þar unnar skemmdir.