Tveir ökumenn stöðvaðir undir áhrifum fíkniefna

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði tvo einstaklinga grunaða um að aka undir áhrifum fíkniefna í liðinni viku.

Annars vegar var það kona á ferðinni á Selfossi síðastliðinn miðvikudag og síðan karlmaður á ferð um Hvolsvöll á föstudagskvöld.

Bæði voru þau látin gefa blóðsýni og voru frjáls ferða sinna að því loknu.

Fyrri greinSkemmtilegri púttmótaröð lokið
Næsta greinÍ myrkrinu með ljóslausan heyrúlluvagn