Tveir ökumenn hópbíla sektaðir

Lögreglan á Suðurlandi kærði tvo ökumenn í síðustu viku fyrir að aka hópbifreið án þess að hafa ökumannskort til þess í ökurita.

Annar var þýskur ríkisborgari með svokallað bandalagsleyfi og kvaðst hann hafa fengið upplýsingnar um að á Íslandi þyrfti ekki ökuritakort. Því hafi komið honum á óvart að bifreiðin væri búin ökurita. Hann lauk máli sínu með sektargreiðslu.

Hinn kvaðst hafa nýlokið meiraprófsnámskeiði og vissi bara ekki til þess að hann þyrfti að nota ökumannskort í ökurita eða að það hafi verið nefnt á námskeiðinu. Sá var sektaður líka.

Fyrri greinTók fram úr lögreglunni og var sektaður fyrir hraðakstur
Næsta greinBleika slaufan