Tveir ofurölvi í slagsmálum

Lögreglan á Selfossi kom tveimur ölvuðum mönnum til aðstoðar þar sem þeir voru með tilburði til slagsmála á Austurveginum á ellefta tímanum í gærkvöldi, en stóðu varla í fæturna vegna ölvunar.

Mennirnir brugðust hinsvegar ókvæða við afskiptum lögreglunnar, sem þurfti að færa þá í handjárn.

Þrátt fyrir stóryrði var svo af öðrum þeirra dregið að lögreglan varð að halda á honum inn í fangageymslu á lögreglustöðinni þar sem mennirnir sofa nú úr sér áfengisvímuna.