Tveir nýir prestar frá 1. ágúst

Auglýst verður eftir tveimur nýjum prestum í Selfossprestakall á næstunni en þeir munu báðir taka til starfa 1. ágúst í sumar, annar sem sóknarprestur og hinn sem prestur.

Þetta staðfesti Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti í samtali við Sunnlenska.

Nú eru tveir afleysingaprestar við prestakallið, og á hvorugur þeirra á heima í sókninni. Þetta eru þeir Þorvaldur Karl Helgason sem býr í Reykjavík og Axel Árnason sem býr Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi.

Fyrri greinPáll Valur: Gleðilegt sumar
Næsta greinMegasarafmæli á menningarkvöldi