Tveir nýir leikskólastjórar á Selfossi

Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja nýrra leikskólastjóra í Sveitarfélaginu Árborg, við leikskólana Hulduheima og Jötunheima á Selfossi.

Frá og með næstu mánaðarmótum tekur Kristrún Hafliðadóttir við stöðu leikskólastjóra í Hulduheimum og Júlíana Tyrfingsdóttir tekur við stöðu leikskólastjóra í Jötunheimum.

Kristrún á farsælan feril að baki sem aðstoðarleikskólastjóri Hulduheima og áður sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri í Árbæ. Kristrún er með M.Ed. próf frá Háskóla Íslands í stjórnun menntastofnana.

Júlíana Tyrfingsdóttir hefur einnig átt farsælan feril sem stjórnandi í leikskóla bæði hér á landi og í Noregi. Síðast var hún leikskólastjóri í leikskólanum Álfaborg, Reykholti í Bláskógabyggð. Júlíana er með M.Ed. próf frá Háskólanum á Akureyri í stjórnun menntastofnana.