Tveir nýir dómarar á Suðurlandi

Dómsmálaráðherra hefur skipað Ragnheiði Thorlacius og Sigurð Gísla Gíslason dómara í Héraðsdómi Suðurlands.

Ragnheiður Thorlacius er framkvæmdastjóri fjölskyldumiðstöðvar Árborgar og búsett á Selfossi.

Sigurður Gísli er starfsmaður hjá embætti Ríkislögmanns og búsettur í Hveragerði.

Ráðning þeirra er tilkomin vegna starfsloka Ástríðar Grímsdóttur í Héraðsdómi Suðurlands og ákvörðunar ráðherra um að fjölga dómurum um hálfa stöðu.

Fyrri greinGnúpverjar keppa í kvöld
Næsta greinRauði krossinn opnar stöðvar í Vík og á Klaustri