Tveir menningarstyrkir í Flóahreppi

Tvær umsóknir bárust um menningarstyrk Flóahrepps fyrir árið 2014 en frestur til að skila inn umsóknum rann út 15. apríl sl. Styrkirnir voru afhentir í Þjórsárveri um helgina.

Búnaðarfélag Hraungerðishrepps fékk 700.000 kr. styrk vegna örnefnasöfnunar í fyrrum Hraungerðishreppi og Þórbergur Hrafn Ólafsson fékk 300.000 kr. styrk til ljósmyndunar á sögu bændasamfélagsins í Flóahreppi.

Fyrri greinKnappur meirihluti vill sameiningu
Næsta greinGuðrún Inga og Árni Steinn kjörin íþróttamenn Flóahrepps