Tveir menn lentu í snjóflóði

Flogið yfir Markarfljót. Tindfjöll í fjarska. Ljósmynd © Mats Wibe Lund - www.mats.is

Björg­un­ar­sveit­ir á Hellu og Hvols­velli voru kallaðar út á öðrum tím­an­um í dag eftir að snjóflóð féll í Tindfjöllum.

Mbl.is greinir frá þessu en þar segir að hópur frá björg­un­ar­sveit­inni Ársæli hafi verið í fjallamennskunámskeiði á svæðinu og lentu tveir björg­un­ar­sveit­ar­menn í flóðinu en hvor­ug­ur slasaðist.

Mennirnir náðust fljótt upp og hægt var að snúa við björg­un­ar­sveit­un­um sem kallaðar höfðu verið út.

Á vef Veðurstofunnar segir að hugsanlegt sé að fólk hafi sett flóðið af stað, en það liggur ekki fyrir að svo stöddu. Það hefur verið kalt í vikunni og við þær aðstæður geta myndast veikleikar í snjónum. Það sé því rétt að sýna varúð þegar ferðast er í brattlendi.

Frétt mbl.is

 

Fyrri greinBúið opna Hellisheiði og Þrengsli
Næsta greinHaukur yngsti leikmaðurinn á HM í sögu Íslands