Tveir lögregluþjónar til viðbótar smitaðir

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir lögregluþjónar til viðbótar hafa greinst með COVID-19 eftir að lögreglan handtók þrjár manneskjur síðastliðinn laugardag, þar sem tvö þeirra handteknu reyndust veik af COVID-19.

Vísir greindi frá þessu í kvöld.

Fyrr í vikunni hafði einn lögregluþjónn greinst með COVID-19 smit, þannig að alls eru nú þrír lögregluþjónar smitaðir, en alls fóru ellefu lögreglumenn á Suðurlandi í sóttkví vegna málsins.

Fólkið sem var handtekið virti ekki sóttkví við komuna til landsins en það var handtekið eftir að hafa farið ránshendi á Suðurlandi, meðal annars í verslunum á Selfossi.

Frétt Vísis

Fyrri greinUppsveitamenn fljótir að stimpla sig inn
Næsta greinRúmlega 127 milljónir króna í ljósleiðaralagningu á Suðurlandi