Tveir listar í burðarliðnum

Útlit er fyrir listakosningu í Skaftárhreppi í fyrsta sinn í nokkurn tíma en þar eru tveir framboðslistar í burðarliðnum.

Guðmundur Ingi Ingason, lögreglumaður, boðaði til íbúafundar í vikunni í tengslum við fyrirhugaðan framboðslista sinn.

Um 50 manns mættu á fundinn, meðal annars fulltrúar úr öðrum hópi sem sem stefnir einnig á framboð. Fyrir þeim lista fara þau Hilmar Gunnarsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri og Ólafía Jakobsdóttir, hjá Kirkjubæjarstofu.

„Við vildum nota tækifærið og láta vita að við hefðum hug á að koma saman lista og óskuðum eftir mannskap,“ sagði Hilmar í samtali við Sunnlenska fréttablaðið.

Fyrri greinSigurjón Valgeir: Siglingar á Ölfusá
Næsta greinÖskufall í Mýrdalnum