Tveir létust í slysinu við Skaftafell

Tveir erlendir ferðamenn létust í umferðarslysinu á Þjóðvegi 1 við Skaftafell í morgun. Þeir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi slyssins.

Neyðarlínan fékk tilkynningu alvarlegt umferðarslys klukkan 9:50 í morgun en tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman.

Alls voru átta manns í bílunum tveimur og voru hinir sex fluttir með þyrlum til aðhlynningar á Landspítalann í Fossvogi.

Fjölmennt lið björgunarfólks frá sjúkraflutningum, slökkviliðum, björgunarsveitum og lögreglu var kallað út vegna slyssins. Vinna á vettvangi er langt komin, og rannsókn málsins er á frumstigi og í höndum lögreglunnar á Suðurlandi.

Þjóðvegi 1 hefur verið lokað á meðan aðgerðir standa yfir, en ekið er um hjáleið við Skaftafell.

Fyrri greinAlvarlegt umferðarslys við Skaftafell
Næsta greinUnglingsstrákar vildu Drago-klippingu