Tveir hjólamenn á slysadeild

Eftir hádegi á laugardag var tilkynnt um mann sem hefði slasast á torfæruhjóli í vikurgryfjum norðan Búrfells við Þjórsá.

Maðurinn hafði verið að stökkva á hjólinu en mistekist með þeim afleiðingum að hann féll og lenti með andlitið á stýrinu. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landsptítala þar sem gert var að andlitsáverkum.

Á föstudag féll maður af reiðhjóli á Austurvegi á Selfossi. Hann hlaut skurð á höfði og var fluttur til aðhlynningar á heilsugæslustöðina á Selfossi.

Fyrri greinArnar ráðinn til Fjölnis
Næsta greinForstöðumaður bílaleigu kærður