Tveir handteknir vegna líkamsárásar

Tveir karlmenn voru handteknir á Selfossi á föstudagskvöld vegna líkamsárásar. Atvikið átti sér stað í heimahúsi á Selfossi þar sem ósætti hafði orðið með mönnum sem voru við drykkju.

Eldri karlmaður hafði slegið annan yngri mann nokkrum hnefahöggum og kona sem ætlaði að ganga á milli varð einnig fyrir höggi. Þau hlutu minni háttar áverka en leituðu til læknis á heilsugæslunni á Selfossi.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi og er rannsóknin á lokastigi.

Fyrri greinDrífa nýr formaður stjórnar Skálholts
Næsta greinSleðamaðurinn ekki alvarlega slasaður