Tveir handteknir vegna andláts á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir voru handteknir á Selfossi í dag vegna andláts í bænum en lögreglan fékk tilkynningu um málið um klukkan hálf þrjú í dag.

Rannsókn lögreglu beinist að því hvort andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lögreglan vildi ekki tjá sig frekar á þessu stigi málsins þegar leitað var eftir því enda sé rannsókn málsins á algjöru frumstigi.

RÚV greindi fyrst frá.

Fyrri greinSkemmdir unnar á ljósleiðara í Djúpárhreppi
Næsta grein„Þeir þola alveg þennan snjó í viku“