Tveir voru handteknir á Selfossi í kvöld í aðgerð lögreglunnar á Suðurlandi, sem naut aðstoðar sérsveitar og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra við verkefnið.
Jón Gunnar Þórhallsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Selfossi, staðfesti þetta í samtali við sunnlenska.is.
Útkallið barst á sjötta tímanum í dag en hinir handteknu voru í einbýlishúsi í bænum og var hverfinu lokað fyrir umferð á meðan lögreglan sat um húsið. Sjúkrabíll frá HSU og tækjabíll frá Brunavörnum Árnessýslu biðu í nágrenninu og segir Jón Gunnar að um varrúðarráðstöfun væri að ræða.
Aðgerðin tók um þrjár klukkustundir og komust íbúar í hverfinu ekki heim til sín á meðan á henni stóð. Jón Gunnar segir að það hafi sömuleiðis verið varrúðarráðstöfun, til að tryggja öryggi á vettvangi. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um málið.
Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi.

