Tveir handteknir eftir viðamikla leit

Í nótt handtók lögreglan tvo menn í uppsveitum Árnessýslu en þeir eru grunaðir um aðild að alvarlegum líkamsárásarbrotum.

Um nokkuð viðamikla leit var að ræða og naut lögregla meðal annars aðstoðar Landhelgisgæslunnar við leitina.

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag en vegna rannsóknarhagsmuna mun lögregla ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Fyrri greinMargir með þungan bensínfót
Næsta greinRagnar á leið til Kína