Tveir handteknir eftir bílveltu

Tveir menn voru handteknir og færðir í fangageymslu á Selfossi eftir bílveltu við Óseyrarbrú um klukkan tíu í gærkvöldi.

Vegfarandi tilkynnti um bílveltuna en mennirnir voru báðir mjög ölvaðir. Þeir slösuðust ekki í veltunni en óvænt ísíng hafði myndast á veginum svo að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og fór útfyrir veg.

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag.

Fyrri greinFimm „nýir“ leikmenn til Selfoss
Næsta greinUpphaf eldgoss í Heimaey og áhrifin á Þorlákshöfn