Tveir gistu fangageymslur eftir slagsmál

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir menn gistu fangageymslur lögreglu á sunnudagskvöld eftir slagsmál á dvalarstað mannanna í Vestur-Skaftafellssýslu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru áverkar mannanna minniháttar en annar þeirra mun hafa dregið upp eggvopn í átökunum.

Mennirnir voru yfirheyrðir á mánudag og telst málið upplýst þó lögreglan vinni enn að gagnaöflun.

Fyrri greinLjósmæðrarekin barneignaþjónusta á Suðurlandi – góður valkostur
Næsta greinHátt í 1.700 kærðir fyrir hraðakstur á árinu