Tveir gistu fangageymslur á nýársnótt

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í heildina gengu áramótin vel fyrir sig hjá lögreglunni á Suðurlandi og ekki komu upp stór mál eða alvarleg.

Þó gistu tveir einstaklingar fangageymslur á nýársnótt vegna slagsmála og ölvunar í uppsveitum Árnessýslu.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að þeir hafi farið frjálsir ferða sinna þegar áfengisvíman þvældist ekki lengur fyrir þeim.

Fyrri greinStungið á hjólbarða í Álalæk
Næsta greinHraðakstursbrotum fækkaði um 43% á milli ára