Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir voru fluttir slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík eftir bílveltu á Skaftártunguvegi síðdegis í dag.

mbl.is greinir frá þessu en til­kynn­ing um slysið barst rétt fyr­ir klukk­an fjög­ur í dag.

Hinir slösuðu voru fluttir með sjúkrabíl til Víkur í Mýrdal þar sem þyrla gæslunnar lenti og tók þá um borð.

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins en hinir slösuðu munu ekki vera í lífshættu.

Frétt mbl.is

Fyrri greinÓtrúlegur lokakafli tryggði Hamri-Þór framlengingu og sigur
Næsta greinNokkur orð um umhverfisgjöld og hrossatað