Alvarlegt umferðarslys varð snemma í morgun við Krossá í Fljótshverfi, austan Kirkjubæjarklausturs, þegar bíll fót útaf veginum og valt.
Ökumaður og farþegivoru í bílnum og voru þau flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Lögregla, sjúkraflutningar, þyrla Landhelgisgæslu, slökkvilið og Björgunarsveitin Kyndill voru boðuð á vettvang, ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að ekki sé hægt að segja til um ástand hinna slösuðu en slysið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
