Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti ökumann og farþega á Landspítalann í Fossvogi eftir bílveltu á Reykjavegi í Biskupstungum á níunda tímanum í kvöld.
Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðsli fólksins eru. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru viðbragðsaðilar enn við vinnu á vettvangi slyssins.

