Tveir fluttir með þyrlu á sjúkrahús

Kl. 12:17 í dag voru lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveit og slökkvilið kölluð til þar sem jeppi með hjólhýsi í eftirdragi hafði fengið á sig vindhviðu skammt vestan við Freysnes í Öræfum og oltið út fyrir veg.

Tvennt var í bílnum, hvoru tveggja erlendir ferðamenn og er annar þeirra alvarlega slasaður. Verið er að flytja fólkið til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar sem síðan mun flytja fólkið á sjúkrahús í Reykjavík.

Vindhviður í öræfum hafa í dag farið í allt að 35 m/sek og ekki ferðaveður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Auk þessa hafa verið umferðartafir vegna rútu sem lokar hluta þjóðvegar 1 austan við slysstaðinn en hún mun hafa snúist á veginum. Ekki hefur gefist tími til að kanna tildrög þess máls ennþá en neyðarumferð hefur komist þar framhjá.

Fyrri greinSkráning hafin á Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði
Næsta greinÚthlutað til sex verkefna úr Kvískerjasjóði