Tveir fluttir með þyrlu á sjúkrahús

Tveir ungir piltar voru fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu sem varð á Þórsmerkurvegi skammt norðan við Seljalandsfoss um klukkan fjögur í nótt.

Bifreiðinni var ekið suður Þórsmerkurveg og virðist hafa rekist utan í brúarstólpa og oltið eftir það nokkrar veltur. Báðir piltarnir voru í bílbelti.

Mikill erill var hjá lögreglu á Suðurlandi í nótt og ýmis tilvik hafa kallað á afskipti lögreglu vegna ölvunar- og óspekta, einkum á Flúðum. Þrír gistu fangaklefa á Selfossi sakir ölvunar.