Tveir dýrbítar gómaðir

Hundur sem ráðist hefur á búfé í nágrenni Hellu fannst á sunnudagskvöldið. Hundurinn beit þann sem handsamaði hann í kálfann.

Tilkynnt hefur verið um nokkur tilvik á síðustu vikum þar sem hundar hafa ráðist á fé. Nokkrar ábendingar höfðu komið fram en hundurinn sem fannst á sunnudagskvöld en talinn vera sá sem leitað hafði verið að.

Í vikunni veittist annar hundur að fé við sveitabæ í nágrenni Hellu og sást til hundsins sem reyndist vera gestkomandi í sveitinni. Lögregla og dýralæknir fóru í málið og mun vera ætlunin að hundurinn verði aflífaður. Hann er af höfuðborgarsvæðinu.