Tveir dýrbítar aflífaðir

Lögreglan á Hvolsvelli lét lóga tveimur hundum í gær sem staðnir voru að verki við að bíta kindur á tveimur bæjum í Austur-Landeyjum fyrrinótt.

Hefur dýralæknir staðfest með krufningu að um sé að ræða hunda sem lagst hafa á fé undanfarið.

Fékk lögreglan fyrst tilkynningar um dýrbíta í ágúst og komu upp slík mál þrjár helgar í röð. Hundarnir tveir voru svo staðnir að verki í fyrrinótt og kom lögregla á vettvang. Höfðu þeir líklega bitið á annan tug kinda um nóttina eftir að þeir losnuðu úr haldi. Voru þeir aflífaðir í gærmorgun.

Fyrri greinKjartan Björns: Menningar-mánuðurinn október 2011
Næsta greinStórólfur borinn út af Stórólfsvelli