Tveir dópaðir ökumenn teknir úr umferð

Lögreglan á Selfossi tók unga konu úr umferð á Selfossi í gærkvöldi vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.

Í framhaldi af því var gerð húsleit heima hjá henni þar sem lítilræði af fíkniefnum fannst.

Ungur karlmaður var tekinn úr umferð fyrir sömu sakir á Selfossi í gærdag, en ekkert fannst við húsleit heima hjá honum.