Tveir dópaðir á sama bílnum

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna innanbæjar á Selfossi um miðjan dag í gær.

Ökumaðurinn var fluttur til sýnatöku á lögreglustöðina.

Rúmum einum og hálfum tíma síðar stöðvuðu lögreglumenn sama bíl aftur, þar sem annar maður var undir stýri og reyndist hann einnig vera undir áhrifum fíkniefna. Hann var einnig færður á lögreglustöðina og tekið úr honum blóðsýni.

Þrátt fyrir að hafa ekið sama bíl telur lögregla óljóst hvort mennirnir þekkjast nokkuð.