Tveir árekstrar við einbreiðar brýr

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls voru 22 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og voru flest þeirra án meiðsla.

Í tveimur tilfellum var um að ræða árekstur á eða við einbreiðar brýr austantil í umdæminu. Annars vegar við Breiðbalakvísl austan Kirkjubæjarklausturs þar sem árekstur tveggja bifreiða varð þann 27. janúar án þess þó að eignatjón yrði þann.

Hinn áreksturinn varð  við Hoffellsá, vestan Hafnar, síðastliðinn laugardag en báðar bifreiðar í því óhappi reyndust óökufærar og eignatjón því töluvert.

Fyrri greinAlda Rose sýnir á Gallery Stokk
Næsta greinTvö HSK met á RIG