Tveir alvarlega slasaðir eftir bílveltu á Meðallandsvegi

Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir af vettvangi bílveltu á Meðallandsvegi, skammt sunnan við Kirkjubæjarklaustur, í nótt. Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út klukkan 2:55 og var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin á vettvang.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að þyrlan hafi flutt tvo alvarlega slasaða á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Vegurinn er ennþá lokaður þegar þetta er skrifað við Þykkvabæ og Seglbúðaveg vegna vinnu á vettvangi og segir lögreglan ljóst á rannsókn á vettvangi muni taka einhvern tíma. Að henni koma, auk lögreglunnar á Suðurlandi, rannsóknarnefnd samgönguslysa og tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrri greinÞjálfaraskipti hjá Selfyssingum – Þórir tekur við
Næsta grein„Markmiðið er að efla nærsamfélagið“