Tveir alvarlega slasaðir eftir árekstur

Tveir voru fluttir alvarlega slasaðir til Reykjavíkur eftir árekstur tveggja jeppa á þjóðvegi 1 við afleggjarann að Dyrhólaey síðdegis í dag.

Lögreglunni á Hvolsvelli var tilkynnt um áreksturinn um kl. 16:30 en þar skullu tveir jeppar saman á mikilli ferð. Alls voru fimm manns í bílunum tveimur og voru tveir fluttir alvarlega slasaðir með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Fram kemur á Vísi að tildrög slyssins séu óljós. Svo virðist sem annar jeppinn hafi ekið í veg fyrir hinn við við afleggjarann að Dyrhólaey.

Annar hinna slösuðu þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum.