Tveir á slysadeild

Tveir voru fluttir til skoðunar á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Þrengslavegi við gatnamót Suðurlandsvegar um kl. 19 í kvöld.

Um aftanákeyrslu var að ræða og voru tildrög slyssins þau að ökumaður fremri bílsins hafði stöðvað til að athuga með fólk í bíl sem farið hafði útaf veginum. Ökumaður bíls sem kom aðvífandi náði ekki að stöðva og lenti á afturhorni bílsins.

Aðstæður til aksturs voru frekar slæmar þegar slysið átti sér stað en krapi var á veginum.