Tveir á slysadeild eftir harðan árekstur

Tveir voru fluttir á slysadeild á Selfossi eftir harðan árekstur sendiferðabíls og fólksbíls á Þjóðvegi 1 skammt vestan við Selfoss í hádeginu í dag.

Tveir voru í öðrum bílnum og einn í hinum og voru ökumenn beggja bílanna fluttir á slysadeild. Meiðsli þeirra eru þó ekki talin alvarleg.

Tildrög slyssins eru ekki ljós en rok og hálka voru á vettvangi. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir.

Lögregla og tveir sjúkrabílar frá Selfossi voru kallaðir á staðinn ásamt tækjabíl frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi. Ekki þurfti þó að beita klippum til að ná fólkinu út úr bílunum en slökkviliðsmennirnir aftengdu rafgeyma annarrar bifreiðarinnar og hreinsuðu vettvanginn.

Fyrri greinFSu áfram í Gettu betur
Næsta greinBáran undirbýr launakröfur