Tveir á hvolfi

Tvær bílveltur urðu í umdæmi Hvolsvallar-lögreglunnar um helgina. Ökumenn og farþegar sluppu allir án meiðsla.

Um hádegisbil á föstudag valt bílaleigubíll á Meðallandsvegi norðvestan við Leiðvelli. Ökumaður sem var einn í bifreiðinni slapp án meiðsla en bíllinn, sem er jepplingur, erþó nokkuð mikið skemmd.

Síðdegis í gær var tilkynnt um bílveltu við Pétursey. Þar missti ökumaður valdi á bifreiðinni sem valt út fyrir veg. Tveir voru í bifreiðinni og sluppu án meiðsla að talið var.