Tveimur löggum bætt við í Vík

Ráðið verður í tvær stöður lögreglumanna í Vík í Mýrdal frá 1. október næstkomandi. Innanríkisráðuneytið og embætti lögreglustjórans á Hvolsvelli standa sameiginlega undir kostnaði við stöðurnar.

Innanríkisráðherra átti nýlega fundi með nokkrum sveitarstjórnum og lögreglustjórum á Suðurlandi. Fram kom á þessum fundum að brýnt væri að hafa lögreglumenn staðsetta í Vík en næstu lögreglustöðvar eru annars vegar á Kirkjubæjarklaustri og hins vegar á Hvolsvelli.

Í framhaldi af fundum ráðherra var fundin lausn til að fjármagna tvær stöður og verða lögreglumenn því í Vík frá 1. október eins og fyrr segir.

Fyrri greinGóðir gestir frá Hvolsvelli
Næsta greinAllt sem hugurinn girnist í Nytjamarkaðnum