Tveimur bjargað af Fimmvörðuhálsi

Tveir göngumenn sem villtust í þoku á Fimmvörðuhálsi í gærkvöldi fundust heilir á húfi í nótt.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti mennina og flutti þá í Bása. Þeir voru þá komnir í sjálfheldu á hættulegum stað á barmi Hvannárgils.

Fram kemur á ruv.is að nokkurn tíma hafi tekið að finna hvar mennirnir voru niðurkomnir. Þeir ætluðu sér að skoða eldstöðvarnar en villtust af leið í mikilli þoku.

Mennirnir, sem báði eru vanir göngumenn, voru í stöðugu símasambandi við björgunarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar og laust fyrir miðnætti bárust félaginu þau skilaboð að mennirnir sæju til blárra blikkandi ljósa bíla björgunarmanna í Þórsmörk.

Fyrri greinLík Fischers grafið upp í nótt
Næsta greinBræðurnir hættir í slökkviliðinu