Tveggja stúlkna leitað

Leit var gerð að tveimur stúlkum sem týndust í þoku í Reykjadal, ofan Hveragerðis í gærkvöldi.

Stúlkurnar fóru í kvöldgöngu og höfðu gengið einhverja kílómetra frá bíl sínum inn dalinn þegar skyggnið en svartaþoka skall á í dalnum. Ákváðu þær þá að snúa við en höfðu enn ekki fundið bílinn eftir að hafa gengið í rúma klukkustund til baka.

Ákváðu þá stúlkurnar að hringja strax eftir aðstoð fremur en að fara enn lengra villur vega. Björgunarsveitirnar í Hveragerði og á Selfossi voru kallaðar út klukkan rúmlega ellefu og innan við klukkstund síðar voru stúlkurnar fundnar.