Tveggja pilta leitað

Björgunarsveitir í Rangárvallasýslu leita nú tveggja pilta sem struku frá meðferðarheimilinu að Geldingalæk á Rangárvöllum.

Flugbjörgunarsveitin á Hellu, Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli og Björgunarsveit Landeyja eru við leit.

„Leitin er hafin og nú erum við að kortleggja aðgerðir og hvernig við verður brugðist,” sagði varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli í samtali við mbl.is.