Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á sjötta tímanum í dag eftir harðan árekstur tveggja bíla á Þjóðvegi 1 við Fagurhólsmýri í Öræfum.
Fjórir voru fluttir til Reykjavíkur á sjúkrahús, þrír af slysstað með fyrri þyrlunni en sú síðari lenti við Kirkjubæjarklaustur þar sem sá fjórði var færður úr sjúkrabíl yfir í þyrluna.
Vegurinn var lokaður á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi en hann var opnaður aftur um klukkan 19:30.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.

