Tvær bílveltur í uppsveitunum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi vill vara vegfarendur við mikilli ísingu sem er nú að myndast á vegum í Árnessýslu.

Nú þegar hafa tvær bílveltur orðið í uppsveitum Árnessýslu. Í hvorugt skiptið urðu alvarleg meiðsli á fólki.

Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til þess að fara varlega, stilla ökuhraða í hóf og gæta að bili á milli ökutækja.

Fyrri greinLeitað að Almari á Suðurlandi
Næsta greinSuðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss