Tvær konur í vanda á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út síðdegis til aðstoðar göngukonu sem slasaðist illa á ökkla eftir að hafa hrasað á Heljarkambi á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls.

Björgunarsveitarfólk lagði upp bæði upp frá Skógum og Básum í Goðalandi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar þegar ljóst var að konan var ófær til gangs því á þessum slóðum er afar erfitt að ganga með sjúkling í börum.

Vegna þoku þurfti þyrlan að lenda nokkuð neðan við slysstaðinn. Þaðan fór læknir á vettvang þar sem búið var um konuna. Þegar þokunni létti skömmu síðar tók tók þyrlan á loft, konan var hífð um borð og flogið var með hana á sjúkrahús í Reykjavík.

Við björgunaraðgerðina rákust björgunarmenn á aðra göngukonu sem hafði ofkælst á Fimmvörðuhálsi. Þeir veittu henni aðhlynningu og hjálpuðu henni niður að Skógum þaðan sem hún var flutt á brott í sjúkrabíl til frekari aðhlynningar.

Fyrri greinEllefu í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum
Næsta greinGrænhóll og Rammi fengu umhverfisverðlaun