Tvær konur fluttar á sjúkrahús

Ökumaður og farþegi jepplings sem lenti framan á snjóruðningstæki á þjóðveginum við Ketilsstaði í Mýrdal hafa nú verið fluttir úr sjúkrabifreiðum við Skóga í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flytur þá á sjúkrahús í Reykjavík.

Um er að ræða tvær erlendar konur á ferðalagi hérlendis. Ökumaður sjóruðningstækisins er óslasaður. Báðar bifreiðarnar eru óökuhæfar og unnið er að vettvangsrannsókn þannig að vegurinn verður lokaður enn um sinn.

Fréttin verður uppfærð

Fyrri greinFyrsta bók skáldsins frá Keldnakoti
Næsta grein„Ákváðum að stökkva út í djúpu laugina“