Tvær húsleitir á Selfossi

Lög­regl­an á Sel­fossi fram­kvæmdi tvær hús­leit­ir í gær í tengsl­um við tvö óskyld fíkni­efna­mál. Annað málið er tölu­vert um­fangs­meira og þar fund­ust fíkni­efni í sölu­skömmt­um og voru tveir karl­menn hand­tekn­ir í þágu rann­sókn­ar­inn­ar.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Að sögn lög­reglu var öðrum mann­in­um sleppt þegar í ljós kom að hinn maður­inn, sem er á fimm­tugs­aldri, átti þau efni sem fund­ust í íbúðinni. Hann var yf­ir­heyrður í tengsl­um við rann­sókn­ina en sleppt að lok­inni skýrslu­töku.

Á heim­ili manns­ins fund­ust um 50 grömm af hvítu efni í sölu­um­búðum auk eitt­hvað af kanna­bis­efn­um og lækna­lyfj­um, sem lög­regl­an lagði hald á. Einnig fannst lít­il­ræði af landa og loftskamm­byssa í íbúðinni sem var ekki skráð á viðkom­andi, en maður­inn var auk þess ekki með skot­vopna­leyfi. Lög­regl­an lagði einnig hald á loft­byss­una og land­ann.

Lög­regl­an naut aðstoðar tveggja fíkni­efna­leit­ar­hunda við hús­leit­irn­ar í gær. Buster, sem er í eigu lög­regl­unn­ar á Sel­fossi, og Vink­ils, sem til­heyr­ir fang­els­inu Litla-Hrauni. Lög­regl­an seg­ir að þeir hafi auðveldað lög­reglu leit að efn­un­um sem höfðu verið fal­in víða í einu her­bergi íbúðar­inn­ar.

Í hinu mál­inu fannst lít­il­ræði af tób­aks­blönduðu kanna­bis­efni til einka­nota. Eng­inn var hand­tek­inn í tengsl­um við þá rann­sókn og gengið frá mál­inu á vett­vangi.

Fyrri greinMarín besti ungi leikmaðurinn
Næsta greinSelfossvöllur verður „Jáverk-völlurinn“