Tvær rútur útaf Suðurlandsvegi

Tvær rútur hafa farið út af Suðurlandsvegi í dag. Önnur fór út af við Kirkjubæjarklaustur í hádeginu með 20 farþega og hin við Steina undir Eyjafjöllum með 12 farþega. Í seinni útafkeyrslunni slasaðist einn minniháttar.

Flughált er á milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs. Varað er við flughálku á milli Þorlákshafnar og Hveragerðis og á Suðurstrandavegi úr Selvogi og upp Krísuvíkurveg. Hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi.

Hellisheiði, Mosfellsheiði og Þrengsli eru enn lokuð.

Lægðardrög koma hvert af öðru úr norðri. Suðvestantil lægir heldur um stund en gengur aftur upp um tíma undir kvöld. Á Kjalarnesi er reiknað með vindhviðum, 30-40 m/s fram á kvöld, en þá lægir heldur. Eins byljótt undir Eyjafjöllum og í Mýrdal um tíma og nær hámarki um kl. 18.

Fyrri greinAfhverju náttúrupassi?
Næsta greinBúið að opna Hellisheiði og Þrengsli