Tvær nefndir sameinaðar í eina

Menningarnefnd Árborgar og íþrótta- og tómstundanefnd Árborgar verða sameinaðar í eina menningar- og íþróttanefnd frá og með komandi áramótum.

Í dag er um tvær þriggja manna nefndir að ræða en nýja nefndin verður skipuð fimm fulltrúum. Kjartan Björnsson, formaður menningarnefndar, verður formaður nýju nefndarinnar.

Með Kjartani í nefndinni verða Grímur Arnarson og Brynhildur Jónsdóttir fyrir D-listann, Þorlákur Helgason fulltrúi S-listans og Björn Harðarson fyrir B-listann.

Fyrri greinFjörugt jólamót í taekwondo
Næsta greinHundrað milljónir í bein framlög og styrki