Tvær milljónir í leiktæki

Leiktæki fyrir tvær milljónir króna verða keypt í Hveragerði á næstunni. Kaupin verða fjármögnuð með gatnagerðargjöldum og byggingarleyfisgjöldum sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

Keypt verður sitthvor hreiðurrólan á lóð leikskólanna beggja fyrir eina milljón króna og leiktæki á lóð Skólasels og á Hólaróló, einnig fyrir eina milljón króna.