Tvær konur fluttar á sjúkrahús

Ökumaður og farþegi jepplings sem lenti framan á snjóruðningstæki á þjóðveginum við Ketilsstaði í Mýrdal hafa nú verið fluttir úr sjúkrabifreiðum við Skóga í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flytur þá á sjúkrahús í Reykjavík.

Um er að ræða tvær erlendar konur á ferðalagi hérlendis. Ökumaður sjóruðningstækisins er óslasaður. Báðar bifreiðarnar eru óökuhæfar og unnið er að vettvangsrannsókn þannig að vegurinn verður lokaður enn um sinn.

Fréttin verður uppfærð